Wednesday, August 20, 2008

Nýtt verkefni og ný efni

Er byrjuð á nýju verkefni, það er ekki stórt eða flókið en verður örugglega tímafrekt því það er dálítið af "dútli" í því. Hér er byrjunin:


Þetta á að verða nafnaborði handa Arnari Búa, þetta fyrsta er bara prufa svona til að sjá hvort einhverju þarf að breyta en ég held að þetta sé bara alveg ágætt.

Skellti mér líka í IKEA um helgina, keypti smá efni þar einsog venjulega. Keypti enn meira úr Fredrika línunni, alveg uppáhalds línan mína, skellti mér svo á blá/græn röndótt efni úr Barnslig línunni. Gaman að sjá hvað verður úr þessu.

Tuesday, August 19, 2008

Letihaugur

Hef lítið bloggað undanfarið enda lánaði ég mömmu saumavélina mína þannig að það var ekki frá miklu að segja.
Kláraði ofurfagran appelsínugulan Mei Tai áður en saumavélin fór í lán, hrikalega ánægð með hvernig til tókst og mun halda áfram að sauma þessa.
Hér er hann:

Hér eru báðir þeir sem ég hef saumað:


Er undanfarið búin að vera í því að sauma allskonar lítil stykki t.d. skrímsli, púða og annað dót. Er alltaf að verða betri í þessu og öruggari, farin að þora að prufa mig áfram og líka gera alveg sjálf. Hefði ekki trúað því að ég myndi vera teiknandi upp snið og saumandi eitthvað sem ÉG á allan heiður af. Bara gaman.
Hér er eitthvað af því sem ég er búin að gera undanfarið.