Saturday, April 18, 2009

Íkornapeysan búin.......og húfa í stíl :)

Mikið át, mikil afslöppun og mikið prjón einkenndi þessa páska.......yndislegt líf alveg hreint.
Ég afrekaði að klára íkornapeysuna á annan í páskum, er alveg hreint rígmontin með hana því hún er svo flott :) Er ferlega ánægð með litina, ánægð að hafa ekki keypt alveg kolsvartann því þessi dökkgrái kemur æðislega vel út.
Hér er peysuuppskriftin.
Þegar gaurinn fór að vera í peysunni kom í ljós að það var ekki til húfa sem passaði við hana ;) svakalegt vandamál sko......þannig að ég prjónaði húfu í stíl.
Tók uppskrift nr. 2 úr nýjasta Ýr blaðinu (nr. 41) og skellti íkornamunstrinu á hana, tókst alveg ágætlega nema húfan er í stærra lagi því ég notaði óþarflega stóra prjóna en þetta bjargast alveg og strákurinn getur vel verið með húfuna. Er að spá í að skella "eyrum" á húfuna líka, finnst alltaf þægilegra þegar húfurnar eru bundnar.
Hér er gaurinn í herlegheitunum:


Ætli ég verði ekki næst að byrja á lopapeysu á Sævar, búin að fresta því svooo lengi og farin að fá ansi mörg skot á mig þegar ég byrja alltaf á einhverju nýju handa Arnari Búa, það er bara svo þægilegt að gera lítil stykki sem maður er enga stund að klára :)

P.S. Það væri ekki leiðinlegt að fá eitt og eitt comment frá þeim sem kíkja við ;)

Friday, April 10, 2009

Í vinnslu.

Uss engin smá framtakssemi, 2 færslur á kvöldi ;)
Ákvað að setja bara nýja færslu um það sem er í vinnslu núna. Er að prjóna peysu á Arnar Búa, kalla hana Íkornapeysuna því það er munstur með íkornum í henni. Fann hana inná Ravelry, uppáhaldssíðan mín þessa dagana. Uppskriftin er ókeypis og finnst hér Er að nota Superwash ullargarn úr Europris, það er dökkgrátt og svo verður munstrið hvítt. Er mjög ánægð með litinn, rosalega flottur þessi grái.
Hér er mynd sem ég tók þegar ég byrjaði að prjóna, er núna búin með búkinn og er að klára fyrri ermina þannig að ég vonast nú til að klára um páskana.

Nýjasta nýtt.

3 mánuðir síðan síðast, ekki alveg að standa mig hérna :) Hef reyndar afar lítið verið að gera, afrekaði að togna á öxl þannig að prjónarnir fengu dágóða pásu en hafa nú verið teknir upp aftur.
Tók mig til og prjónaði eina peysu úr Prjóniprjón bókinni, peysan heitir Noro hittir Lopa en ég notaði bara lopa og létt-lopa. Peysan kom mjög vel út og ég held að ég muni prjóna aðra og láta þá eftir mér að nota Noro garn, algjört lúxusgarn sem kostar hálfan handlegg.


Kláraði svo loksins fiskihúfuna hans Jóels Ernis, algjör snilldarhúfa sem er einstaklega einföld og gaman að prjóna því maður getur leikið sér að litunum og haft mikla fjölbreytni. Drengurinn er yfir sig ánægður með húfuna og hefur hún vakið mikla kátínu hjá fólki sem sér hann með hana. Uppskriftin er
HÉR og er ókeypis





Ég lét freistast og keypti nýjasta Ýr prjónablaðið, alveg æðislegt blað og ég tók mig strax til og prjónaði eina húfu á Arnar Búa. Húfan er á forsíðunni en er munstruð þar en ég notaði sprengt Smart garn og er virkilega ánægð með hvernig litirnir koma út, ætla að prjóna vettlinga líka svo hann sé nú í stíl drengurinn.



Núna vantar mig bara að fá saumavélina mína aftur svo ég geti líka farið að sauma aðeins með prjónaskapnum :)

Saturday, January 10, 2009

Prjónagleði og nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár!!
2009 verður bara fínt held ég, prjónagleðin verður við völd á heimilinu og kannski maður grípi í saumavélina af og til líka :) Ætlaði ekki að strengja áramótaheit en kannski maður setji sér það markmið að skella vikulega inn færslu hér, ekki svo klikkuð hugmynd þar sem 3-4 mánuðir milli færslna er ekki alveg að gera sig :Þ

Er ekki búin að vera neitt ofurdugleg en þó náð að klára nokkur stykki sem ég er afar ánægð með.

Kláraði loks að ganga frá endum á þessari húfu og setja dúska, uppskriftin er úr Ungbarnablaðinu frá Tinnu (man ekki númerið en skelli því inn við tækifæri) er ferlega ánægð með útkomuna:

Þá tók við að prjóna mér Fetching handstúkur, virkilega ánægð með þær og nota þær mikið. Hægt að fá fría uppskrift HÉR
Prjónaði fyrstu peysuna mína, Presto Chango peysu sem er ótrúlega einföld og flott peysa. Eini gallinn er að hún er saumuð saman í hliðum en þá er fínt að eiga klára mömmu sem getur gert svoleiðis fyrir mann ;)Uppskriftin er ókeypis og finnst HÉR Ég breytti reyndar framstykkinu aðeins, gerði kaðlamunstur (í fyrsta skiptið sem ég geri kaðla) og er yfir mig ánægð með útkomuna.


Lopahúfa uppúr Lopa 28 blaðinu, ÆÐISLEGT blað sem ég hvet allt prjónafólk til að kaupa. Mjög margar virkilega fallegar uppskriftir. Uppskriftin heitir Kambur og eru bæði peysa og húfa, á eftir að gera peysuna.

Hafði mig uppí það að gera peysu í hring. Fann æðislega fría uppskrift HÉR Peysan heppnaðist mjög vel, ja fyrir utan það að hún er of lítil á Arnar Búa EN ég ákvað að vera ekkert að rekja hana upp heldur gaf vini okkar hana :)

Að lokum er það lambhúshettan fína, er yfir mig ánægð með að hafa gert þessa. Lærði ýmislegt einsog að fella af með 3 prjónum þannig að það saumast saman í leiðinni og að taka upp lykkjur. Útkoman er þessi æðislega mjúka, fína og flotta lambhúshetta.
Uppskriftin er ókeypis og finnst HÉR



Er nánast búin með aðra peysu, á eftir að lykkja saman undir höndum en það er það eina.
Takk fyrir að kíkja og ekki vera feimin við að kommenta ;)