Saturday, January 10, 2009

Prjónagleði og nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár!!
2009 verður bara fínt held ég, prjónagleðin verður við völd á heimilinu og kannski maður grípi í saumavélina af og til líka :) Ætlaði ekki að strengja áramótaheit en kannski maður setji sér það markmið að skella vikulega inn færslu hér, ekki svo klikkuð hugmynd þar sem 3-4 mánuðir milli færslna er ekki alveg að gera sig :Þ

Er ekki búin að vera neitt ofurdugleg en þó náð að klára nokkur stykki sem ég er afar ánægð með.

Kláraði loks að ganga frá endum á þessari húfu og setja dúska, uppskriftin er úr Ungbarnablaðinu frá Tinnu (man ekki númerið en skelli því inn við tækifæri) er ferlega ánægð með útkomuna:

Þá tók við að prjóna mér Fetching handstúkur, virkilega ánægð með þær og nota þær mikið. Hægt að fá fría uppskrift HÉR
Prjónaði fyrstu peysuna mína, Presto Chango peysu sem er ótrúlega einföld og flott peysa. Eini gallinn er að hún er saumuð saman í hliðum en þá er fínt að eiga klára mömmu sem getur gert svoleiðis fyrir mann ;)Uppskriftin er ókeypis og finnst HÉR Ég breytti reyndar framstykkinu aðeins, gerði kaðlamunstur (í fyrsta skiptið sem ég geri kaðla) og er yfir mig ánægð með útkomuna.


Lopahúfa uppúr Lopa 28 blaðinu, ÆÐISLEGT blað sem ég hvet allt prjónafólk til að kaupa. Mjög margar virkilega fallegar uppskriftir. Uppskriftin heitir Kambur og eru bæði peysa og húfa, á eftir að gera peysuna.

Hafði mig uppí það að gera peysu í hring. Fann æðislega fría uppskrift HÉR Peysan heppnaðist mjög vel, ja fyrir utan það að hún er of lítil á Arnar Búa EN ég ákvað að vera ekkert að rekja hana upp heldur gaf vini okkar hana :)

Að lokum er það lambhúshettan fína, er yfir mig ánægð með að hafa gert þessa. Lærði ýmislegt einsog að fella af með 3 prjónum þannig að það saumast saman í leiðinni og að taka upp lykkjur. Útkoman er þessi æðislega mjúka, fína og flotta lambhúshetta.
Uppskriftin er ókeypis og finnst HÉR



Er nánast búin með aðra peysu, á eftir að lykkja saman undir höndum en það er það eina.
Takk fyrir að kíkja og ekki vera feimin við að kommenta ;)

No comments: