Saturday, June 28, 2008

Ný efni :)

Ákvað að kíkja í IKEA, ætlaði bara aðeins að skoða og ekki kaupa neitt, einmitt.

Langaði að kaupa í nýjan Mei Tai, endaði á að kaupa ljósbrúnt efni í bönd og líka appelsínugult, keypti svo blátt/appelsínugult efni í skraut og flísteppi til að bólstra böndin. Er komin með efni í nokkur stykki þannig að maður veðrur búinn að koma sér upp ágæti safni á endanum.
Er að fatta að ég hefði þurft að kaupa meira grænt til að klára einn sem ég er byrjuð á ;)

Hér eru innkaup dagsins:


Thursday, June 26, 2008

Strau strau

Mér finnst ekki gaman að strauja (hm, eða er það straua??) því mér tekst aldrei að ná efninu alveg sléttu, ferlega pirrandi. Núna bíður mín vænn bunki af krumpuðu bláu efni, liggur á straubrettinu en ég bara nenni ekki að byrja á þessu. Þarf samt að klára það af því mig langar að byrja að klippa niður, það er alltaf gaman.

Byrjuð að klippa í nýtt verkefni

Gat ekki haldið aftur af mér og byrjaði að klippa niður í nýjan Mei Tai í gær (mei tai er barnaburðarpoki). Náði að gera í búkinn en á ekki nóg af grænu efni til að gera böndin. Veit ekki alveg hvernig ég enda á að hafa böndin því ég held að ef þau verða græn þá verði þessi alltof líkur þeim sem ég er búinn að gera nú þegar, verður að hafa smá fjölbreytni í þessu. Fann uppskrift og frábærar leiðbeiningar hér


Hér er sá sem ég er búinn að gera eftir leiðbeiningunum. Hettan niðri, er að spá í að prufa mig áfram núna og gera eitthvað skemmtilegt við hettuna. Er með ýmsar hugmyndir og verður gaman að sjá hvernig þetta endar.
Hettan uppi.
Varð að skella þessu meistaraverki hér inn. Ótrúlega sætt og fáránlega auðvelt, bara servíetta á striga. Gerði þetta fyrir nokkrum árum handa miðstráknum, hef alltaf ætlað að gera meira af þessu og mun eflaust gera eitthvað fyrir yngsta herrann.

Wednesday, June 25, 2008

Barnaefni.



Af einhverjum ástæðum enda ég ansi oft á því að kaupa barnaefni. Kannski því ég á börn eða jafnvel því ég er bara stór krakki sjálf.
Á myndinni má sjá nýjustu kaupin nýþvegin og krumpuð úti á snúru.

Handavinnublogg

Ég sauma, ég tek myndir, ég blogga.

Ákvað því að setja upp blog þar sem ég get sett inn myndir af saumaskapnum og annarri handavinnu.