Monday, September 22, 2008

Leti leti leti

Eigum við eitthvað að ræða letina í mér þessa dagana. Úff, er svo andlaus að það er hrikalegt.
Yngsti ormurinn búinn að vera svo veikur en ég náði þó að prjóna 2 húfur á meðan á þeim stóð, saumavélin var í láni þannig að prjónarnir voru bara teknir upp.

Hér er sú fyrri, alveg frábær uppskrift sem hentar mér fullkomlega því hún er mjög einföld og þægileg. Hér er hún
Var ekki búin að fela enda og setja bönd í húfuna þarna.


Er ekki búin að klára hina húfuna alveg, eftir að fela enda, búa til dúska og setja á hana. Hún er meira tilraunaverkefni en nokkuð annað því hún er munstruð og ég hef aldrei prjónað neitt munstrað, tókst bara nokkuð vel hjá mér. Skelli inn mynd við tækifæri.