Saturday, April 18, 2009

Íkornapeysan búin.......og húfa í stíl :)

Mikið át, mikil afslöppun og mikið prjón einkenndi þessa páska.......yndislegt líf alveg hreint.
Ég afrekaði að klára íkornapeysuna á annan í páskum, er alveg hreint rígmontin með hana því hún er svo flott :) Er ferlega ánægð með litina, ánægð að hafa ekki keypt alveg kolsvartann því þessi dökkgrái kemur æðislega vel út.
Hér er peysuuppskriftin.
Þegar gaurinn fór að vera í peysunni kom í ljós að það var ekki til húfa sem passaði við hana ;) svakalegt vandamál sko......þannig að ég prjónaði húfu í stíl.
Tók uppskrift nr. 2 úr nýjasta Ýr blaðinu (nr. 41) og skellti íkornamunstrinu á hana, tókst alveg ágætlega nema húfan er í stærra lagi því ég notaði óþarflega stóra prjóna en þetta bjargast alveg og strákurinn getur vel verið með húfuna. Er að spá í að skella "eyrum" á húfuna líka, finnst alltaf þægilegra þegar húfurnar eru bundnar.
Hér er gaurinn í herlegheitunum:


Ætli ég verði ekki næst að byrja á lopapeysu á Sævar, búin að fresta því svooo lengi og farin að fá ansi mörg skot á mig þegar ég byrja alltaf á einhverju nýju handa Arnari Búa, það er bara svo þægilegt að gera lítil stykki sem maður er enga stund að klára :)

P.S. Það væri ekki leiðinlegt að fá eitt og eitt comment frá þeim sem kíkja við ;)

2 comments:

Eygló said...

Mátt alveg vera montin. Þetta kemur ofsalega vel út. Alltaf líka flott að hafa húfu í stíl :o)

Not your goddess said...

jiii hvað þetta er flott hjá þér, ég er að rembast við að læra að prjóna, vona að ég komist einhvern tíman á þetta stig! hvað hefurðu verið að prjóna lengi?