Tuesday, August 19, 2008

Letihaugur

Hef lítið bloggað undanfarið enda lánaði ég mömmu saumavélina mína þannig að það var ekki frá miklu að segja.
Kláraði ofurfagran appelsínugulan Mei Tai áður en saumavélin fór í lán, hrikalega ánægð með hvernig til tókst og mun halda áfram að sauma þessa.
Hér er hann:

Hér eru báðir þeir sem ég hef saumað:


Er undanfarið búin að vera í því að sauma allskonar lítil stykki t.d. skrímsli, púða og annað dót. Er alltaf að verða betri í þessu og öruggari, farin að þora að prufa mig áfram og líka gera alveg sjálf. Hefði ekki trúað því að ég myndi vera teiknandi upp snið og saumandi eitthvað sem ÉG á allan heiður af. Bara gaman.
Hér er eitthvað af því sem ég er búin að gera undanfarið.







2 comments:

Unknown said...

Þú ert svo myndarleg í höndunum Gullý! Bara geggjaðir karlar hjá þér! Finnst þú alveg rosalega frumleg líka!! :o)

Kv. Ásta María

Græeneygð said...

Ég sá link á síðuna þína á er.is. Ofsalega fallegir hlutir sem þú ert að gera.
Mig langar svo að sauma mér svona Mei Tai fyrir son minn. Veistu hvar ég get fundið uppskrift að þessu, hvers konar efni ég þarf og ef þetta er mjög flókið? Ég er alveg græn í þessu og yrði mjög þakklát fyrir hjálp

Kv
Græneygð
graeneygd@gmail.com